Guðmund­ur Þ. Guðmunds­son til­kynnti í dag hóp­inn sem tek­ur þátt í lokaund­ir­bún­ingn­um fyr­ir heims­meist­ara­mót karla í hand­knatt­leik sem hefst í Svíþjóð og Póllandi 11. janú­ar. Tveir Eyjamenn eru í hópnum er þar má finna þá Elliða Snæ og Hákon Daða sem báðir leika með Gum­mers­bach.

Guðmundur valdi 19 manna hóp sem hef­ur æf­ing­ar fyr­ir mótið miðviku­dag­inn 28. des­em­ber og spil­ar tvo vináttu­lands­leiki við Þjóðverja dag­ana 7. og 8. janú­ar, á leið sinni til Svíþjóðar en þar leik­ur Ísland fyrsta leik­inn gegn Portúgal í Kristianstad 12. janú­ar.

Hóp­ur­inn er þannig skipaður:

Markverðir:
Björg­vin Páll Gúst­avs­son, Val
Vikt­or Gísli Hall­gríms­son, Nan­tes
Ágúst Elí Björg­vins­son, Ribe-Es­bjerg

Vinstra horn:
Bjarki Már Elís­son, Veszprém
Há­kon Daði Styrmis­son, Gum­mers­bach

Vinstri skytt­ur:
Aron Pálm­ars­son, Aal­borg
Elv­ar Ásgeirs­son, Ribe-Es­bjerg
Ólaf­ur Guðmunds­son, Amicitia Zürich

Miðju­menn:
Gísli Þor­geir Kristjáns­son, Mag­deburg
Jan­us Daði Smára­son, Kolstad
Elv­ar Örn Jóns­son, Melsungen

Hægri skytt­ur:
Ómar Ingi Guðmunds­son, Mag­deburg
Viggó Kristjáns­son, Leipzig
Kristján Örn Kristjáns­son, Aix

Hægra horn:
Sig­valdi Björn Guðjóns­son, Kolstad
Óðinn Rík­h­arðsson, Kadetten

Línu­menn/​varn­ar­menn:
Ýmir Örn Gísla­son, RN Löwen
Arn­ar Freyr Arn­ars­son, Melsungen
Elliði Snær Viðars­son, Gum­mers­bach