Mánudaginn, 23. janúar minnumst við þess að 50 ár eru frá upphafi goss á Heimaey. Í tilefni af þessum atburðum verður opnuð sýning í Einarsstofu í dag undir yfirskriftinni “Hefnd Helgafells og eldgosið í garðinum.” Meðal þess sem er til sýnis er frægasta málverks Guðna Hermansen, Hefnd Helgafells. Einnig sýna félagar í Lista- og menningarfélagi Vestmannaeyja nokkur verk. Sýningin opnar klukkan 17:00 og verður opin í viku á opnunartíma bókasafnsins.