Arnar Pétursson og þjálfarateymi A landsliðs kvenna hafa valið 20 leikmenn til æfinga fyrir vináttulandsleikina gegn Noregi B sem fara fram í byrjun mars en leikið verður á Ásvöllum í Hafnarfirði. ÍBV á tvo leikmenn í hópnum það eru þær Sunna Jónsdóttir og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir sem er að snúa til baka í landslið eftir nokkurt hlé en Hanna hefur farið hefur á kostum í Olísdeildinni á síðustu vikum.

Hópurinn kemur saman til æfinga 27. febrúar, fyrri leikur liðanna fer fram fimmtudaginn 2. mars kl. 19.30 og sá síðari laugardaginn 4. mars kl. 16.00

Leikirnir við Noreg er liður í undirbúningi liðsins fyrir umspilsleiki við Ungverja um sæti á HM sem haldið verður í Danmörku, Noregi og Svíþjóð í desember 2023. Þeir leikir verða leiknir í apríl, sá fyrri hér heima 8. apríl og sá síðari 12. apríl í Ungverjalandi.

Hópurinn er skipaður eftirfarandi leikmönnum:

Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Ringkøbing Håndbold (39/1)
Hafdís Renötudóttir, Fram (40/2)
Margrét Einarsdóttir, Haukar (0/0)

Aðrir leikmenn:
Andrea Jacobsen, EH Aalborg (35/49)
Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar (4/3)
Hildigunnur Einarsdóttir, Valur (90/101)
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Skara HF (4/7)
Katla María Magnúsdóttir, Selfoss (0/0)
Katrín Tinna Jensdóttir, Volda (7/2)
Lena Margrét Valdimarsdóttir, Stjarnan (4/3)
Lilja Ágústsdóttir, Valur (4/1)
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, ÍBV (37/69)
Perla Ruth Albertsdóttir, Fram (28/41)
Rut Arnfjörð Jónsdóttir, KA/Þór (112/241)
Sandra Erlingsdóttir, Metzingen (16/65)
Steinunn Björnsdóttir, Fram (42/46)
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (71/55)
Thea Imani Sturludóttir, Valur (58/95)
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Valur (28/14)
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (117/341)

A kvenna | Æfingahópur fyrir leikina gegn Noregi B