Nú hafa 1.000 þátttakendur hafa skráð sig í The Puffin Run 2023. Hlaupið fer fram í Vestmannaeyjum þann 6. maí. Það stefnir því í að metþátttöku, en í fyrra luku 847 keppni. Ákveðið var að loka fyrir skráningu þegar skráningar væru komnar í eittþúsund.
Nú hefur verið ákveðið að miða við að tvímennings og boðhlaupssveit telji sem ein skráning. Þannig að enn er hægt að skrá sig í hlaupið. En vissara að gera það sem fyrst.
Skipting skráninga er eftirfarandi:
Boðhlaup (2x10km): Skráðir 48 lið (96 manns)
Boðhlaup (4x5km): Skráðir 22 lið (88 manns)
The Puffin Run: Skráðir 816
Samtals skráningar 887 (1.000 þátttakendur)