Öll aðildarfélög innan Sjómannasambands Íslands hafa fellt nýgerðan kjarasamning í atkvæðagreiðslu. Samningurinn var talinn vera tímamótasamningur enda gilti hann til tíu ára.

Samningurinn var undirritaður hinn 9. febrúar síðast liðinn af forsvarsmönnum Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Sjómenn höfðu þá verið án kjarasamnngs í þrjú ár.

Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands segir í samtali við Vísi að öll sextán félögin innan sambandsins hafa fellt samninginn.

„Mikil vonbrigði,“ segir Valmundur. Samningurinn var felldur með 67 prósentum greiddra atkvæða en 32 prósent greiddu atkvæði með honum.