Þann 28. apríl nk. verður haldin tónlistarhátíðin Hljómey í Vestmannaeyjum. Hátíðin fer fram á 11 heimilum víðsvegar um miðbæ Vestmannaeyja og 15 atriði koma fram. Þá er komið að kynna síðustu fjögur atriðin á tónlistarhátíðinni Hljómey. En þau eru Júníus Meyvant, Tríó Þóris, Hrossasauðir og Blítt og Létt.
Auk þeirra sem taldir voru upp hér á undan koma fram Magnús Þór Sigmundsson, Una Torfa, Emmsjé Gauti, Valdimar Guðmundsson, Foreign Monkeys, ELÓ, Molda, Karlakór Vestmannaeyja, Merkúr og Helga & Arnór. Eins og áður hefur komið fram er uppselt á hátíðina.