Sjötta blað Eyjafrétta fer í dreifingu í dag til áskrifenda og á sölustaði okkar á Kletti, í Krónunni og Tvistinum. Það er fullt af áhugaverðu efni en eðlilega fá stelpurnar okkar, Bikarmeistarar ÍBV kvenna veglegt pláss í blaðinu, fjöldi mynda og athyglisverðra viðtala. Tveir nýir liðsmenn eiga efni í blaðinu, Díana Ólafsdóttir og Guðni Einarsson, Eyjamaður og blaðamaður til áratuga á Morgunblaðinu. Díana segir frá foreldramorgnum í Landakirkju og stöðu talmeinafræða í Vestmannaeyjum. Guðni kíkti í Geirabakarí í Kópavogi þar sem Eyjamenn hittast flesta morgna. Sagt er frá nýju hrognahúsi Ísfélgsins, loðnuvertíðinni gerð góð skil og tónlistarhátíðinni Hljómey og frábærum tónleikum Júníusar Meyvants í Hörpunni tíunda mars og margt fleira.