Dregið var í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær. Liðin í Bestu deild karla koma nú inn í keppnina ásamt þeim 20 félögum sem unnu sína leiki í 2. umferð. Birkir Sveinsson mótastjóri KSÍ dró úr pottinum, með aðstoð Ingólfs Hannessonar fyrrum íþróttafréttamanni og Klöru Bjartmarz framkvæmdarstjóra KSÍ.

32 liða úrslitin fara fram dagana 19-21. apríl:

GRINDAVÍK – DALVÍK/REYNIR

HK – KFG

VÍKINGUR REYKJAVÍK – MAGNI

KÁRI – ÞÓR AKUREYRI

SINDRI – FYLKIR

KA – UPPSVEITIR

NJARÐVÍK – KFA

FRAM – ÞRÓTTUR REYKJAVÍK

KR – ÞRÓTTUR VOGUM

GRÓTTA – KH

STJARNAN – ÍBV

KEFLAVÍK – ÍA

LEIKNIR – SELFOSS

ÆGIR – FH

FJÖLNIR/KRÍA – BREIÐABLIK

VALUR – RB