Áttunda tölublað Eyjafrétta er komið í dreifingu og er efni þess fjölbreytt að venju. Meðal efnis eru kaup Vinnslustöðvarinnar á Leo Seafood og Ós ehf. Fjallað er um frábæra sýningu LV á Rocky Horror og við fáum að vita að saltfiskur er dýrmæt vara og að vanda þarf til verka. Gísli J. var þekktur fyrir hana Siggu Viggu sem var rödd skynseminnar.
Ítarleg umfjöllun er um starf Krabbavarnar í Vestmannaeyjum er í blaðinu. Kynning á meistaraflokki ÍBV kvenna og svo er hún Sísí komin heim eftir frækin feril í fótboltanum. Loks er það pabbinn sem varð að láta sér nægja að fylgjast með fæðingu sonarins á Facetime.

Eyjafréttir óska lesendum sínum nær og fjær gleðilegs sumars.