The Puffin Run verður hlaupið í sjötta sinn á morgun laugardag.
Yfir þúsund keppendur eru skráðir í hlaupið í ár, en í fyrra hlupu 900 manns.
Meðal þátttakenda verða sigurvegarar frá í fyrra Andrea Kolbeinsdóttir og Arnar Pétursson.
Nærri tvöhundruð manns munu starfa í hlaupinu s.s. við brautarvörslu.
Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá skipuleggjendum hlaupsins er spáð ágætis hlaupaveðri, þó gætu fallið nokkrir dropar. Hlaupið er 20 km. umhverfis Heimaey. Rás og endamark er á Nausthamarsbryggju.
Afhending hlaupagagna í Vestmannaeyjm er í dag á Leturstofunni Vestmannabraut 38 í Vestmannaeyjum, milli kl 17-22.
Frekari fyrirspurnir sendist á [email protected].