Á sunnudaginn 2. júlí mun Ólafur Tryggvason, betur þekktur sem Olli málari, formlega afhenda Sagnheimum uppstoppaða fugla að gjöf og hefst sýning á fuglunum kl. 14:00.

Í samtali við Eyjafréttir sagði Olli fuglana best komna hjá Vestmannaeyjabæ enda gaman að halda gripum sem þessum í heimabæ og ekki láta þá á flakk. Fuglarnir eru margir hverjir sjaldgæfir eins og ein tregadúfa sem Olli veiddi upp í Dölum, en í Evrópu hefur tregadúfa aðeins fundist í Vestmannaeyjum og á dönsku eyjunni Mön.

Á sýningunni verður sömuleiðis hægt að sjá gulan og hvítan svartfugl, langkvíu, snjóhvítan hrossagauk, fálka, smyril, uglu, hrafna og lengi má telja.