Tæplega fjörutíu manns tóku þátt í Tyrkjaránsgöngunni í gær undir leiðsögn Helgu Hallbergsdóttur. Sögusetrið 1627 stóð fyrir göngunni, en í ár eru liðin 396 ár Tyrkjaráninu. Gangan hófst við Ofanleiti klukkan 13:00 og endaði rúmum tveimur tímum seinna á Skansinum. Staldrað var m.a. við Hundraðmannahelli og Fiskihella.

Á Stakkagerðistúni afhjúpuðu hjónin Guðbjörg Sigurgeirsdóttir og Pétur Steingrímsson minnismerki um Guðríði Símonardóttur og var gönguhópnum boðið upp á hressingar.