Það eru ekki nema um 11 þúsund tonn eftir af þorskkvóta fiskveiðiársins 2022/2023 af þeim 168 þúsund tonnum sem úthlutað voru. Nýtt fiskveiðiár hefst 1. september en fjöldi báta verða bundnir við bryggju þangað til. Frá þessu greinir mbl.is.

Verð á fiskmörkuðum hefur hækkað eftir að strandveiðum lauk og er verð í dag á hvert kílógramm af óslægðum þorski rúmlega 584 krónur, skv. Reiknistofu fiskmarkaða. Borið saman við meðalverð í maí og júní þá er þetta um 30% verðhækkun.