Íbúar eftirfarandi fjölbýlishúsa geta nú tengst á ljósleiðarakerfi Eyglóar:

Foldahraun 37, 38, 39, 40, 41
Goðahraun 1

Eygló ehf. mun reka ljósleiðarann sjálfann sem er grunnstoð kerfisins en fjarskiptafélögin koma með þann búnað sem til þarf.

Sala inn á kerfið er í höndum þeirra þjónustuveitna sem selja inn á kerfi Mílu og Tölvun ehf. í Vestmannaeyjum. Íbúar ofangreindra húsa eru hvattir til að hafa samband við sína internetveitu og kanna hvort að veitan sé ekki klár í að selja þeim tengingar inn á ljósleiðarakerfi Eyglóar.

Rétt er að taka það fram að Eygló ehf. sinnir einungis þessum tveimur fjarskiptafélögum sem samið hafa við félagið. Öll notendaþjónusta og sala er í höndum fjarksiptafélaga á endursölumarkaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vestmannaeyjabæ.