Vegna Nóróveiru smita í samfélagi okkar, biðjum við fólk vinsamlega að passa vel upp á smitvarnir með handþvotti, spritti og hugsanlega grímum. Þetta er bráðsmitandi veira sem veldur kviðverkjum, niðurgangi, uppköstum og höfuðverk, ásamt þreytu og beinverkjum.
Smitgöngutími eru 1-2 dagar og sýkingin gengur yfir á ca. 2 dögum. Mikilvægt er að forðast viðkvæma einstaklinga á meðan á veikindum stendur.
Gott er að meðhöndla einkennin með: Vatni, vatnsblönduðum íþróttadrykkjum, steinefnablöndu frá apóteki og verkjalyfjum eins og Panodil (paracetamol).
 
Síða með frekari upplýsingum: