Næstkomandi fimmtudag 31. ágúst verða kojurnar á 4. hæð Herjólfs settar upp að nýju. Í tilkynningu frá Herjólfi kemur fram að vegna þess munu falla niður ferðir kl. 22:00 frá Vestmannaeyjum og kl 23:15 frá Landeyjarhöfn.
Frá og með 1. september verður hægt að bóka koju í þær ferðir sem færast sjálfkrafa ef sigla þarf til Þorlákshafnar.