Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra mun leggja til við Alþingi að veiðigjöld sem lögð er á sjáv­ar­út­veg­inn verði hækkuð. Til­kynnti hún þetta í ræðu sinni vegna kynn­ing­ar á til­lög­um starfs­hópa stefnu­mót­un­ar­verk­efn­is­ins Auðlind­in okk­ar um breyt­ing­ar á fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­inu sem fram fór í gær á Hilt­on Reykja­vík Nordica, greint er frá þessu á mbl.is.

Benti Svandís meðal ann­ars á van­traust al­menn­ings til sjáv­ar­út­vegs­ins og að ósk væri um „sann­gjarn­ari“ skipt­ingu tekna af nýt­ingu sjáv­ar­auðlind­ar­inn­ar. Kvaðst hún vilja að „al­menn­ing­ur fái sýni­legri hlut­deild í af­komu við nýt­ingu sjáv­ar­auðlind­ar­inn­ar.“ Útfærsl­an hafi þó ekki verið frá geng­in.

Þá til­kynnti mat­vælaráðherra að stefnt verði að því að gera til­raun með upp­boð veiðiheim­ilda í sam­ræmi við til­lög­ur starfs­hópa verk­efn­is­ins þess efn­is. Sagði Svandís mik­il­vægt að stíga þetta skref í þeim til­gangi að varpa bet­ur ljós á hvernig verð mynd­ast í sjáv­ar­út­vegi.

Afla­heim­ild­irn­ar sem boðnar verða upp til leigu í tíu ár verða fengn­ar af þeirri hlut­deild sem fell­ur í hlut rík­is­ins á hverju ári (5,3%) sem nú er skil­greint í lög­um sem at­vinnu- og byggðakvóti. Þá mun – verði af um­ræddri til­raun – fjár­mun­um sem afl­ast með þess­ari leið veitt byggðarlög­um sem hafa til þessa fengið al­menn­an byggðakvóta til ráðstöf­un­ar.

Stokka upp byggðakvóta­kerf­inu

Til­lög­urn­ar sem starfs­hóp­arn­ir leggja til í end­an­legri skýrslu sinni sem kynnt var í dag eru 30 tals­ins og eru því helm­ingi færri en þær 60 sem kynnt­ar voru sem bráðabirgðatil­lög­ur í vor, en marg­ar þeirra rúm­ast inn­an þeirra til­lagna sem nú hafa verið kynnt­ar.

Í sam­ræmi við til­lög­urn­ar kvaðst Svandís ætla að leggja til að at­vinnu- og byggðakvóta­kerfið verði stokkað upp og að al­menn­ur byggðakvóti, línuíviln­un sem og skel- og rækju­bæt­ur verði lagðar af. „Aðstæður og áskor­an­ir hafa breyst […] og þessi úrræði þjóna ekki leng­ur nógu vel þeim til­gangi sem þeim var ætlað. Þeim heim­ild­um sem nú er ráðstafað í þau kerfi verða leigðar út eða ráðstafað með öðrum hætti, mögu­lega til annarra úrræða í byggðakerf­un­um. Byggðakvóta Byggðastofn­un­ar og strand­veiðum verði haldið við en með breyttri fram­kvæmd sam­an­ber strand­veiða þessa sum­ars sem er að líða.“