Kvennalið ÍBV tók á móti Keflavík á Hásteinsvelli í gær. Keflavík kemst yfir á 34 mínútu leiksins en ekki líður á löngu þar til ÍBV jafnar á 37 mínútu. Síðara mark Keflavíkur kemur síðan á 83 mínútu þegar ÍBV á í basli inn í teig. Lokatölur leiksins því 2-1 Keflavík í vil.

Fyrir leik sat ÍBV í efsta sæti í neðri hluta deildarinnar með 21 stig og Keflavík í þriðja sæti með 18 stig. Með sigri á Keflavík hefði ÍBV komist í góða stöðu um sæti í Bestu deildinni að ári. Tindastóll og Selfoss áttu einnig leik í gær þar sem Tindastóll sótti þrjú mikilvæg stig á Selfoss. Staðan er því nokkuð jöfn hjá þremur efstu liðinum.

Staðan eftir leiki gærdagsins:
1 Tindastóll 20 -17 23
2 ÍBV 20 -12 21
3 Keflavík 20 -15 21
4 Selfoss 20 -27 11

 

Lokaleikir tímabilsins fara fram næstkomandi laugardag þar sem ÍBV mætir Tindastóli og Keflavík mætir Selfossi. Selfoss er fallið úr deild en ÍBV, Tindastóll og Keflavík eiga öll mikilvægan leik framundan.