Kvennalið ÍBV leikur sinn síðasta leik í deildinni á þessu tímabili í dag þegar þær heimsækja Tindastól á Sauðárkrók. Keflavík og Selfoss eiga líka sinn síðasta leik í dag. Staðan hjá þremur efstu liðinum er afar jöfn og því um gríðarlega mikilvægan leik að ræða hjá ÍBV stelpunum til að tryggja sér sæti í Bestu deildinni að ári.

Leikurinn hefst kl. 14:00 á Sauðárkróksvelli og er einnig sýndur á Stöð 2 Sport 5.