KFS leikur sinn síðasta leik á tímabilinu í dag þegar þeir fá Víði í heimsókn. Víðir situr í fjórða sæti og KFS í því 10.

Sem stendur eru KFS og ÍH nokkuð jöfn og því mikilvægt að KFS tryggi sér að minnsta kosti jafntefli í dag til þess að halda sér í 3. deildinni að ári. ÍH leikur gegn Hvíta Riddaranum sem eru með 23 stig í sæti fyrir ofan KFS.

Flautað verður til leiks kl 14:00 á Týsvelli.

Mætum á völlinn og styðjum strákana í síðasta og mikilvægasta leiknum til þessa!