Sorpílát voru til umræðu á fundi Framkvæmda- og hafnarráðs í lok september. Framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs óskaði eftir að fá heimild til að panta aukalega 200-300 tvískipt sorpílát, til viðbótar við það sem er komið, vegna lítilla fjölbýla. Fjármögnun á sorpílátum er í gegnum álagningu gjalda fyrir sorpeyðingu og sorphreinsun.
Ráðið samþykkti beiðnina og veitti heimild til að panta aukalega tvískipt sorpílát enda eru kaupin fjármögnuð í gegnum álagningu gjalda fyrir sorpeyðingu og sorphreinsun. Bæjarráð hafði áður veitt heimild til að kaupa 1.200 tvískipt sorpílát og fenúr merkingar til að líma á sorpílát.