Frosti Gíslason verkefnastjóri MATEY Seafood Festival var ánægður með Sjávarréttahátíðina Matey og framkvæmd hennar.  Að hátíðinni komu fjölmargir aðilar og fleiri og fleiri gera sér grein fyrir markaðsgildi hátíðarinnar fyrir Vestmannaeyjar sem eins helsta mataráfangastaðs Íslands. „Ég er þakklátur og ánægður með þátttöku heimafólk og gesta og fyrir alla þá fjölmörgu sem komu að sjávarréttahátíðinni Matey á einn eða annan hátt.    Ferðamálasamtök Vestmannaeyja standa á bak við hátíðina og halda hana  en við fengum styrki m.a. frá NORA  til þess að hún gæti orðið að veruleika,“ sagði Frosti. 

 Gestalkokkar komu frá Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu  og Írlandi og létu til sín taka á  veitingastöðunum Gott, Næs, Slippnum, Einsa kalda, Tanganum, Sælandi og Kránni.  Sjávarfangið á hátíðinni kom frá Ísfélagi hf, VSV, Leo Seafood og Iðunni seafood og  Aldingróður útvegaði sprettur og ferskar jurtir, Saltey kom með  saltið og Omnom með súkkulaðið, Ölgerðin útvegaði  fyrir vín, gos á opnunarhátíðina og áfengi í kokteilana.  OJKaaber / ÍSAM útvegaði kokkagalla hátíðarinnar.  

Á setningunni í Eldheimum fluttu Birgir Nielsen,  Þórir Ólafsson og Júníus Meyvant nýtt tónverk Bigga, Hvalir Íslands inniheldur m.a. hljóð úr rannsóknum Háskóla Íslands í kringum Vestmannaeyjar á háhyrningum, hnúfubökum og fleirum.  Einnig var frumsýnt nýtt myndbandsverk með drónamyndatökum Matt Parsons, neðansjávarmyndir Erlends Bogasonar og Helga Tórzhamars.  Matt Parson sá um klippingu myndbandsverksins einnig. 

 Gíslína Dögg Bjarkadóttir setti upp myndlistarsýningu í Eldheimum með verkum frá listafólki í Lista- og menningarfélaginu í Eyjum ásamt fleirum sem bar sýningin heitið Konur í sjávarsamfélagi.  

„Ég er þakklátur öllum sem stóðu þétt við bakið á hátíðinni. Sérstaklega sérstaklega Gísla Matthíasi Auðunssyni og Berglindi Sigmarsdóttur sem voru með mér í framkvæmdaráði Mateyjar,“ sagði Frosti og er undirbúningur næstu hátíðar þegar hafinn. „Saman tókst okkur að ná mun lengra heldur en við þorðum að vona með fyrstu tvær MATEY hátiðirnar  og við hlökkum til að taka á móti gestum á þriðju MATEY Seafood festival árið 2024. Viljum halda áfram á þeirri vegferð að styðja við ímynd okkar Vestmannaeyja sem eins helsta sjávarsamfélags og mataráfangastaðs Íslands.“ 

Matey
 Læknirinn í eldhúsinu, Ragnar Freyr Ingvarsson, lét sig ekki vanta. Mætti með konuna hjá Einsa Kalda. 
Matey
Góð stemning á Næs þar sem kokkurinn mætti til að kynna réttina fyrir gestum. 

Myndir: Karl Petersson ©2023