HEFUR ÞIG DREYMT um að syngja í Salnum í Kópavogi? Nú er tækifærið!

Blítt og létt hópurinn verður með Eyjakvöld, þar sem textum verður varpað á vegg og allir syngja með. Upplifðu ekta Brekkusöngsstemningu með fjölskyldu og vinum og kyrjaðu Eyjalögin með íslenskum þjóðlögum í bland. Það verða valsar, tangó, kántrý og rokk, semsagt eitthvað fyrir alla!

Forsölu lýkur í dag á tónleika með Blítt og létt sönghópnum sem fara fram í Salnum, Kópavogi laugardaginn 4. nóvember kl. 20:00.

Verð fyrir félagsmenn ÁtVR er 4.900 kr. (Forsölu lýkur 30. okt)

Almennt verð er 5.300-5.900 kr.

Þátttakendur frá Blítt og létt:

  • Magnús R. Einarsson Gítar
  • Sigurmundur G. Einarsson Gítar
  • Kristinn Jónsson Bassi
  • Grímur Þór Gíslason Trommur
  • Páll Viðar Kristinsson Hljómborð
  • Matthías Harðarson Saxófónn
  • Unnur Ólafsdóttir Söngur
  • Þórarinn Ólason Söngur
  • Ólafur Týr Guðjónsson Söngur
  • Hörður Þór Harðarson Hljóðmaður

Allir félagsmenn sem hafa skráð netfang hjá okkur hafa fengið tölvupóst með hlekk á forsöluverð – ef þú ert meðlimur og hefur ekki fengið slíkan póst geturðu sent okkur einkaskilaboð á Messenger, eða kommentað undið færslu á facebook síðu Átvr Átthagafélag Vestmannaeyinga í Reykjavík 2.

Ekki bíða of lengi, bestu sætin verða ekki laus mikið lengur!