Í dag þann 1. nóvember 2023 tekur í gildi breyting á aðgengi á heilsugæslu í Vestmannaeyjum. Heilbrigðisþjónusta er í stöðugri endurskoðun og mikilvægt að horfa til framtíðar og til þarfa samfélagsins. Með skipulagsbreytingunni er markmiðið fyrst og fremst að beina erindum í réttan farveg, auka framboð bókanlegra tíma, stytta biðtíma og draga úr álagi starfsfólks.

Nú sem áður leggjum við hjá HSU áherslu á að tryggja góða og örugga þjónustu.

Allir sem óska eftir tíma á samdægursmóttöku á heilsugæslu í Vestmannaeyjum skulu fyrst hringja í 432-2500 á opnunartíma frá 8:30-15:00 þar sem erindinu er beint í réttan farveg.

Utan opnunartíma skal hringja í 1700.

Við bendum einnig á eftirfarandi leiðbeiningar sem eiga við í Vestmannaeyjum

Lyfjaendurnýjun inni á www.heilsuvera.is eða alla virka daga frá 10:00 – 11:00 í síma 432-2020.

Lyf ekki lengur inná heilsuveru - Ef lyf hafa dottið út af heilsuveru þá er farið í skilaboð inná heilsuveru, ný skilaboð og þar skrifaður texti. Ef þörf er á aðstoð má hringja í síma 432-2500 og biðja um heilbrigðisgagnafræðing á milli 8:00-16:00 alla virka daga.

Ferðavottorð eru 2 ferðir á ári. Farið inná https://island.is/s/hsu/ferdavottord. Efst uppi kemur leitargluggi. Skrifa „ferðavottorð“. Fyllið út og svo senda.

Veikindavottorð fyrir vinnu og skóla. Farið er inn á heilsuveru. Veljið skilaboð, ný skilaboð, velja erindi, áfram eftir að búið er að haka í „samþykkja skilmála, erindi er ekki neyðartilvik“, vottorð fyllt út og sent. Vottorð eru síðan send í heilsuveru. Reikningur er sendur í heimabankann. Ef þörf er á aðstoð má hringja í síma 432-2500 og biðja um heilbrigðisgagnafræðing á milli 8:00-16:00 alla virka daga.

Sjúkraþjálfun - Ekki þarf tilvísun fyrir fyrstu 5 tímum hjá sjúkraþjálfara. Við hvetjum þá sem finna fyrir stoðkerfisverkjum að nýta sér þá þjónustu.