Kvennalið ÍBV og Hauka mætast á Ásvöllum í dag. Lið Hauka hefur byrjað tímabilið vel og situr í efsta sæti deildarinnar. ÍBV liðið er í þriðja sæti deildarinnar.

Leikurinn hefur fengið meiri umfjöllun í aðdraganda hans en gengur og gerist með deildarleiki í nóvember. Ástæðan er yfirlýsing sem ÍBV sendi frá sér á dögunum um álag á leikmenn. Forsaga málsins er sú að ÍBV hefur óskað eftir því að leikurinn frestist þar til eftir áramót. HSÍ og Knattspyrnufélagið Haukar hafa neitað því að verða við þessari beiðni ÍBV. Kvennalið ÍBV leikur því 4 leiki á 8 dögum og þar af 2 evrópuleiki ásamt því að fljúga fjórar flugferðir á þessum 8 dögum. Nánar má lesa um málið í fréttinni hér að neðan.

Skilaboð HSÍ til ÍBV – Étið það sem úti frýs