Þrír leikir fara fram í kvöld 16-liða úrslitum Poweradebikarkeppni karla. Þar ber að sjálfsögðu hæst viðureign ÍBV-B og Vals. Lið Vals situr á toppi Olísdeildarinnar með 16 stig eftir 9 leiki en eina tap Vals í vetur átti sér stað í Vestmannaeyjum og binda meðlimir B-liðsins miklar vonir við þá staðreynd. Bæði lið eru þekkt fyrir hraðan og skemmtilegan leikstíl og má því búast við spennandi upphafsmínútum í kvöld.

Þess skal getið að miði á Herrakvöld ÍBV sem fram fer í kvöld gildir einnig sem aðgöngumiði á bikarleikinn. Svo verða rútuferðir úr íþróttamiðstöðinni og niður í golfskála að leik loknum.

Poweradebikar karla, 16-liða úrslit:
Vestmannaeyjar: ÍBV 2 – Valur, kl. 17.30.
Skógarsel: ÍR – FH, kl 18.
Fjölnishöll: Fjölnir – KA, kl. 18.