Eyjakonan og markvörðurinn Guðný Geirsdóttir hefur verið valin í A-landslið Íslands í fyrsta skiptið. Guðný átti mjög gott tímabil með ÍBV og var valinn besti leikmaður liðsins á lokahófi félagsins.

Guðný er 25 ára og skrifaði nýverið undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild ÍBV en hún ætlar að taka slaginn með liðinu í Lengjudeildinni á næstu leiktíð.

A-landslið kvenna leikur tvo leiki í Þjóðardeild UEFA í landsliðsglugganum en leikirnir eru báðir ytra gegn Wales og Danmörku í byrjun desember.