Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja fundaði á mánudag en meðal þess sem var til umfjöllunnar var breyting á deiliskipulagi vegna niðurrifs bygginga. Dóra Björk Gunnarsdóttir fyrir hönd Vestmannaeyjahafnar óskaði eftir breytingu á deiliskipulagi við Skildingaveg 4 vegna fyrirhugaðs niðurrifs bygginga og endurskipulagningu svæðisins sem biðsvæðis fyrir vörubifreiðar á leið í Herjólf.

Ráðið samþykti í niðustöðu sinni að grenndarkynna erindið skv. Skipulagslögum 123/2010.

Skildingavegur 4 – Deiliskipulagsuppdráttur.pdf
Skildinagvaegur 4 – Skipulagsuppdráttur með undirskrift.pdf