Herjólfur hefur gefið út tilkynningu vegna siglinga næstu daga. Herjólfur IV er kominn til Hafnarfjarðar þar sem viðgerð á skrúfubúnaði ferjunnar fer fram og tók Herjólfur III við í morgun og mun sinna áætlunarsiglingum milli lands og Eyja á meðan. Herjólfur III siglir til Þorlákshafnar þar til annað verður tilkynnt.
Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 17:00
Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45 og 20:45
“Opið er fyrir bókanir í tveggja manna klefa, fjögra manna klefa og almenning.Við viljum þó góðfúslega benda á að á neðstu hæð ferjunnar þar sem fjögra manna klefarnir og almenningur eru staðsettir að ekki eru salerni til staðar. Þeir farþegar sem ætla sér að nýta gistirými ferjunnar eru minntir á að þeir þurfa að koma með sinn eiginn búnað.”
Dýpi í Landeyjahöfn er ekki nægt fyrir Herjólf III en siglt verður þangað ef það tækifæri gefst á meðan hann siglir. Ölduspá gefur til kynna að gott færi er til dýpkunar næstu daga en áætlað er að fjarlægja þurfu um 15.000m3.