Hið árlega flugeldabingó ÍBV fer fram í dag. Bingóið á sér töluvert langa sögu og hefur fest sig í sessi sem einn af þeim viðburðum sem Eyjamenn sækja yfir jólahátíðina.

“Bingóið verður haldið í Höllinni í Vestmannaeyjum og þökkum þeim hjá kátt í höllinni fyrir að lána okkur höllina. Húsið opnar klukkan 19:30 og svo hefjast leikar kl.20:15 Það er gert svo allir hafi tíma til að koma sér á staðinn, næla sér í spjöld og finna sér sæti. Allir velkomnir!
Veglegir vinningar, flugeldar frá Björgunarfélagi Vestmannaeyja!
Við hvetjum fólk til að fjölmenna og hafa gaman saman!,” segir í tilkynningu frá ÍBV.