Bæjarráð fundaði í hádeginu í gær en fyrir bæjarráði lágu vinnugögn úr ráðningarferli vegna stöðu framkvæmdastjóra stjórnsýlsu- og fjármálasviðs. Bæjarráð hefur tekið þátt í ráðningaferlinu ásamt starfsmönnum sveitarfélagsins og ráðgjafa frá Vinnvinn. Ferlið var unnið skv. verklagsreglum um ráðningar hjá Vestmannaeyjabæ.

Í niðurstöðu um málið segir “Eftir ítarlegt ráðningarferli samþykkir bæjarráð að gera tillögu til bæjarstjórnar um að ráða Drífu Gunnarsdóttur í starf framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs Vestmannaeyjabæjar. Tillagan verður lögð fram á næsta fundi bæjarstjórnar þann 25. janúar næstkomandi.”