Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja og Hallgrímur Steinsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs f.h. Laxey ehf., undirrituðu í lok síðasta árs samkomulag vegna fiskeldis í Viðlagafjöru á Heimaey.

Um er að ræða samkomulag sem tekur til uppbyggingar atvinnustarfsemi um fiskeldi og tengdrar starfsemi á lóðum Viðlagafjöru I og II.

Stefnt er á uppbyggingu þriggja til fjögurra eldisklasa á lóðinni Viðlagafjara 1 og tveggja til þriggja eldisklasa á lóðinni Viðlagafjara 2 ásamt tengdri starfsemi s.s. slátrun, pökkun, vinnslu, starfsmannaaðstöðu, kassagerð, geymslur og byggingar tengdar eldisstarfseminni.

Framkvæmdaleyfið fyrir verkefnið í Viðlagafjöru er lang stærsta framkvæmdaleyfi sem Vestmannaeyjabær hefur gefið út. Það skiptir miklu máli fyrir samfélagið eins og Vestmannaeyjar að fá aukna fjölbreytni í atvinnulífið og verður spennandi að fylgjast með áframhaldandi uppbyggingu.

  • 419741102_756164775985969_5329366024480192519_n