Eyjónleikarnir fóru fram í Eldborgarsal Hörpu á laugardagskvöld fyrir troðfullu húsi. Óhætt er að segja að sjaldan eða aldrei hafi önnur eins orka verið í þessum glæsilega sal og tónleikarnir tókust með miklum ágætum. Allir listamenn stóðu vel fyrir sínu og Eyjafólkið okkar var frábært. Sérstakar þakkir færum við Karla- og Kvennakórum Vestmannaeyja fyrir þeirra stóra framlag til tónleikanna, en þau voru á sviðinu allan tímann og voru hreint frábær.

Mikill fjöldi Grindvíkinga var í salnum í bland við Eyjafólk og aðra góða gesti. Viljum við nota tækifærið og þakka Síldarvinnslunni hf, Brim hf, Þorbirni hf í Grindavík og Vinnslustöð Vestmannaeyja-VSV fyrir stuðninginn í því verkefnið að bjóða Grindvíkingum á tónleikana.

Einnig færum við öllum sem hafa stutt okkur í þessu verkefni í gegnum árin. Sérstakar þakkir fá Mari, Marý og Björgvin í Miðstöðinni, Stebbi og Björk og co í Skipalyftunni, Freyr og Elfa í Kapp, Binni, Andrea og co hjá Vinnslustöðinni-VSV og Hörður Orri og co hjá Herjólfi. Við gætum þetta ekki án ykkar og allra annarra sem lagt hafa hönd á plóg.

Hafið öll alúðarþakkir fyrir ❤️

Guðrún og Daddi

Hér er hægt að lesa dagskrá tónleikanna