Opinn fundur um atvinnu og samgöngur í Vestmannaeyjum. Fundurinn verður í Vigtinni bakhúsi í dag þriðjudaginn 13. febrúar kl. 17:30. Á meðal gesta verða Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður sem koma til að heyra hvað helst brennur á heimamönnum.

Í tilkynningu frá Samfylkingunni kemur fram að Samfylkingin stendur nú fyrir samtali um atvinnu og samgöngur um land allt. Málefnastarf flokksins er með nýju sniði – heilbrigðismálin voru í forgrunni á síðasta ári en nú tökum við fyrir atvinnu og samgöngur fram á vor 2024. Vinnan hefst með heimsóknum í fyrirtæki og fjölda opinna funda með fólkinu í landinu. Á hverjum fundi verða fulltrúar úr stýrihópi Samfylkingar um atvinnu og samgöngur auk forystufólks flokksins, bæði á Alþingi og í sveitarstjórnum.

Hér getur þú nálgast viðburðinn á facebook.