Oddný og Viktor Stefán leiða lista Samfylkingarinnar

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 25. september 2021 var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta á fundi kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í kvöld.

Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, þingflokksformaður og fyrrverandi fjármálaráðherra leiðir listann, í öðru sæti er Viktor Stefán Pálsson, sviðsstjóri hjá Matvælastofnun og formaður Ungmennafélags Selfoss, þriðja sætið skipar Guðný Birna Guðmundsdóttir hjúkrunarstjóri heimahjúkrunar hjá Reykjavíkurborg, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, hjúkrunarfræðingur og MBA nemi, í fjórða sæti er svo Inger Erla Thomsen stjórnmálafræðinemi úr Grímsnesinu og fimmta sætið skipar formaður bæjarráðs í Reykjanesbæ Friðjón Einarsson.

Eysteinn Eyjólfsson, formaður Öldungaráðs Suðurnesja og fyrrverandi útsölustjóri ÁTVR, skipar heiðurssæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Þessi sterki listi er skipaður fólki með fjölbreyttan bakgrunn sem á það sameiginlega að vilja vinna að samfélagi sem hugar vel að öllum sínum íbúum með öruggum grunnstoðum og öflugu atvinnulífi.

Deiliskipulag flugvöll
Bókari Þekkingarseturs

„Ég leiði lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi með stolti inn í þessar kosningar, þetta er öflugur hópur. Það eru fjölmörg tækifæri framundan í uppbyggingu eftir heimsfaraldur og sýn okkar er skýr í þeim efnum. Ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir hafa brugðist og ekki staðið með fólkinu í kjördæminu sem bera þyngstu byrðarnar í heimsfaraldrinum. Nú þurfum við allar hendur á dekk svo ný ríkisstjórn eftir kosningar verði leidd af jafnaðarmönnum.”
– Oddný Harðardóttir

Sæti Nafn Heimili Starf
1 Oddný G. Harðardóttir Suðurnesjabær Þingmaður Samfylkingarinnar, þingflokksformaður, fyrrverandi bæjarstjóri í Garði og fyrrverandi fjármálaráðherra.
2 Viktor Stefán Pálsson Árborg Sviðsstjóri hjá Matvælastofnun og formaður Ungmennafélags Selfoss
3 Guðný Birna Guðmundsdóttir Reykjanesbær Hjúkrunarstjóri heimahjúkrunar hjá Reykjavíkurborg, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, hjúkrunarfræðingur og MBA nemi
4 Inger Erla Thomsen Grímsnes Stjórnmálafræðinemi
5 Friðjón Einarsson Reykjanesbær Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar
6 Anton Örn Eggertsson Vestmannaeyjar Meðeigandi í Pítsugerðinni og yfirkokkur hjá veitingastaðnum Gott
7 Margrét Sturlaugsdóttir Reykjanesbær Atvinnulaus fyrrverandi flugfreyja Icelandair
8 Davíð Kristjánsson Árborg Vélvirki hjá Veitum
9 Siggeir Fannar Ævarsson Grindavik Framkvæmdastjóri
10 Elín Björg Jónsdóttir Þorlákshöfn Fyrrverandi formaður BSRB
11 Óðinn Hilmisson Vogar Húsasmíðameistari, kennaranám iðnmeistara, tónlistarmaður og rithöfundur
12 Guðrún Ingimundardóttir Höfn í Hornafirði Vinnur við umönnun og er eftirlaunaþegi
13 Hrafn Óskar Oddsson Vestmannaeyjar Sjómaður
14 Hildur Tryggvadóttir Hvolsvelli Sjúkraliði og nemi í Leikskólafræði við Háskóla Ísland
15 Fríða Stefánsdóttir Suðurnesjabær Formaður bæjarráðs í Suðurnesjabæ og deildarstjóri í Sandgerðisskóla
16 Hafþór Ingi Ragnarsson Hrunamannahreppi 6. árs læknanemi og aðstoðarlæknir á bráðamóttöku HSu
17 Sigurrós Antonsdóttir Reykjanesbær Hársnyrtimeistari, atvinnurekandi og kennari
18 Gunnar Karl Ólafsson Árborg Sérfræðingur á kjarasviði – Báran, stéttarfélag
19 Soffía Sigurðardóttir Árborg Markþjálfi
20 Eyjólfur Eysteinsson Reykjanesbær Formaður Öldungaráðs Suðurnesja og fyrrv. útsölustjóri ÁTVR

 

VMB Hvatningarverðlaun

Mest lesið