Þorrablót var haldið í Hamarsskóla í gær. Þar fengu nemendur á Víkinni og í 1.-4.bekk að smakka þorramat.

Á heimasíðu Grunnskóla Vestmannaeyja kemur fram að “matinn fengum við gefins frá Akóges og þökkum við þeim kærlega fyrir.”

Nemendur voru duglegir að smakka og skemmtileg stemning var í húsi þar sem Jarl tók með þeim þorravísur ofl.