Ársreikningur Vestmannaeyjahafnar var til umfjöllunar hjá framkvæmda- og hafnarráði í liðinni viku.
Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri fór þar yfir ársreikning Vestmannaeyjahafnar fyrir árið 2023. Fram kom að rekstrartekjur ársins hafi numið 768 millj.kr. og afkoma ársins var jákvæð sem nemur 230 milljónum. Til samanburðar nam hagnaður hafnarsjóðs árið áður 170 milljónum.
Ráðið samþykkti fyrirliggjandi ársreikning og vísaði honum til síðari umræðu í bæjarstjórn Vestmannaeyja.
https://eyjar.net/hofnin-hagnast/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst