Í gær var kvikmyndin Heimsmetahafinn í vitanum forsýnd í Bæjarleikhúsinu fyrir fullu húsi. Það er Jón Karl Helgason, kvikmyndagerðarmaður sem er leikstjóri myndarinnar en handritið unnu hann og Kristín Jóhannsdóttir. Myndin fjallar í stuttu máli um Stórhöfða, sögu Óskars J. Sigurðssonar vitavarðar og hans störf á Stórhöfða. Áhorfendur kunnu greinilega vel að meta myndina og klöppuðu vel og lengi í sýningarlok.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst