Pétur Jóhann Sigfússon og Þorsteinn Guðmundsson, sem löngu eru orðnir landsþekktir fyrir sjónvarpsþætti sína og kvikmyndir, slá nú saman í uppistandsveislu í Eyjum snemma á næsta ári. Með þeim verður tónlistarmaðurinn Helgi Svavar Helgason sem mun halda taktinum gangandi á milli atriða og lífga upp á sýninguna með þokka sínum og persónutöfrum.