Nýtt met féll í farþegaflutningum á milli lands og Eyja í fyrra, þegar 431.215 farþegar fóru með Herjólfi. Þetta má sjá í tölum frá Herjólfi ohf.
Gamla metið var árið áður, en þá ferðuðust 412.857 manns með ferjunni. Það er því aukning á milli ára um 18.358 farþega. Þriðja besta árið var árið 2019 þegar ferjan flutti 355.639 á milli lands og Eyja.
Flestir ferðuðust með Herjólfi í júlí, en þann mánuð fóru með ferjunni rétt tæplega 90 þúsund manns.
Ef síðasti mánuður ársins í fyrra er skoðaður sérstaklega má sjá að þá fóru með ferjunni samtals 10.439 farþegar, en árið 2022 fóru í sama mánuði alls 13.347 manns með Herjólfi.
Hægt er að sjá farþegafjöldann skipt niður á mánuði í súluritinu hér að neðan. Smella má á súluritið til að opna það stærra.
https://eyjar.net/420-thusund-farthegar/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst