Vestmannaeyjabær auglýsir eftir umsóknum og tillögum um bæjarlistamann Vestmannaeyja fyrir árið 2024. Starfslaun bæjarlistamanns Vestmannaeyja má veita einstaklingi, hópi listamanna eða félagasamtökum.
Bæjarlistamaðurinn skuldbindur sig til að skila af sér menningarstarfi í formi listsköpunar, sem unnin er á starfsárinu. Umsóknarfrestur er til og með 8. apríl 2024.
Bæjarráð velur úr framkomnum umsóknum og tillögum og úthlutar 1. maí nk. Umsóknum skal skila á neðangreint netfang eða í Ráðhúsið, og skulu þær vera í samræmi við reglur um starfslaun bæjarlistamanns.
Nánari upplýsingar veitir Súsanna Georgsdóttir með tölvupósti (susanna@vestmannaeyjar.is) eða í síma 488 2000.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst