„Áhöfn mun fara út á helginni og eftir helgi til að undirbúa heimsiglingu til Vestmannaeyja,“ sagði Guðbjartur Ellertsson framkvæmdastjóri Herjólfs í samtali við Eyjafréttir í dag, en samningar náðust á milli Vegagerðarinnar og Crist S.A. um afhendingu nýrrar Vestmannaeyjaferju í gær. „Ég geri ráð fyrir að undirbúningur taki einhverja daga en stefnt er að því að geta lagt í hann um aðra helgi og ekki seinna en þann 9. júní, sem er sunnudagur. Heimsiglingin ætti ekki að taka lengri tíma en 6 sólahringa þannig að við ættum að vera hér um miðjan mánuðinn,“ sagði Guðbjartur.
„Tilkynning kom nokkuð óvænt og hratt og því hefur undirbúningur verið mikill. Það þarf bæði að gera ákveðnar ráðstafanir í Póllandi og ekki síður hér heima en stefnt er að því að stytta eins og kostur er þann tíma sem tekur að koma nýju ferjunni í rekstur. Vonandi að það verði ekki meira en 10 til 15 dagar. Við ættum því að geta hafið rekstur á nýju ferjunni í júní,“ sagði Guðbjartur sem vildi að endingu óska öllum með formlegum hætti til hamingju því Herjólfur er á leiðinni heim.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.