Þór kominn með skútuna til Eyja
5. júní, 2024
DSC_4460
Þór með skútuna í togi í kvöld. Eyjar.net/Eyjafréttir: ÓPF

Björg­un­ar­skipið Þór kom til hafnar laust fyrir klukkan 10 í kvöld í Vestmannaeyjahöfn með erlenda skútu í togi. Skútan var löskuð eftir að hafa lent í óveðri djúpt suður af landinu.

Bæði hafði segl skút­unn­ar rifnað og fékk skút­an tóg í skrúf­una. Þá var eldsneyt­is­magnið um borð af svo skorn­um skammti að fólkið gerði ekki ráð fyr­ir að ná til Vest­manna­eyja með vélarafli.

Tólf manns eru í áhöfn skút­unnar en eng­in al­var­leg meiðsl urðu á fólki. Útkallið tók um 22 klukkustundir, en það kom um miðnætti og var Þór farinn af stað skömmu síðar.

Myndband Halldórs B. Halldórssonar og myndir Óskars Péturs Friðrikssonar frá komu Þórs og skútunnar má sjá hér að neðan.

2B4A1978
Ljósmynd/Halldór B. Halldórsson

https://eyjar.net/thor-adstodar-skutu/

https://eyjar.net/thrju-utkoll-thad-sem-af-er-degi/

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.