Á morgun hefst TM mótið hér í Eyjum en um er að ræða stórt knattspyrnumót fyrir 5.flokk kvenna og eru rúmlega 1000 þátttakendur. Mikill fjöldi verður því í bænum og biður lögreglan í Vestmannaeyjum ökumenn um að taka tillit til þess og aka varlega.
Á facebook-síðu lögreglunnar er ökumönnum bent á að bannað er að stöðva og leggja ökutækjum á Hamarsveginum. (þar sem flestir knattspyrnuvellirnir eru). Lögregla mun halda úti öflugu eftirliti í umferðinni, þar sem fylgst verður vel með ökuhraða, ástandi og réttindum ökumanna, lagningum, bílbeltanotkun, notkun farsíma og snjalltækja við akstur, fjölda farþega o.s.frv.
Góða skemmtun til allra mótsgesta og vonandi njótið þið dvalarinnar í Eyjum, segir í orðsendingu lögreglunnar í Eyjum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst