Eyjalögin og Geirmundur koma mér alltaf í gott skap
Gísli Valtýsson er Eyjamaðurinn
9. júlí, 2024

Gísli Valtýsson, prentari, ritstjóri og ábyrgðarmaður Frétta/ Eyjafrétta mætti til leiks á Fréttum árið 1982 og þar var vinnustaður hans til tuga ára.  Áður starfaði hann sem smiður hjá Hraðfrystistöð Vestmannaeyja og líkaði prýðilega þar. En einn góðan veðurdag komu til hans Arnar Sigurmundsson og Sigurður Jónsson, kennari, og buðu honum í bíltúr. Þeir tveir áttu Eyjaprent og vikublaðið Fréttir, ásamt þeim Andra Hrólfssyni, Sigurði Þ. Jónssyni og Guðlaugi Sigurðssyni, prentara. Nú var Guðlaugur að flytja til Reykjavíkur og erindið með þessum bíltúr var að reyna að fá Gísla til að taka við af honum á blaðinu, þar sem hann var bæði ritstjóri og prentari. Og þetta endaði með því að hann sló til. Kláraði uppsagnarfrest hjá Hraðfrystistöðinni og byrjaði svo á algerlega nýjum vettvangi. Í tilefni af 50 ára afmælis Frétta er Gísli Eyjamaðurinn.

Fullt nafn: Gísli Valtýsson

Fjölskylda: Fjölskyldan er stór en sú sem næst mér stendur eru eiginkonan Hanna  og dæturnar þrjár, Erla, Hrund og Þóra.

Hefurþúbúiðannarsstaðar ení Eyjum: Ég hef alltaf búið í Eyjum en í Heimaeyjargosinu bjó hluti fjölskyldunnar í Reykjavík en ég var í Eyjum.

Mottó: Ekki geyma til morguns það sem þú getur gert í dag.                                          

Síðasta hámhorfið: Hámhorf er gleypigláp eða maraþonáhorf og er heiti á því þegar fólk horfir á marga sjónvarpsþætti eða bíómyndir í röð í einni setu. – Ég minnist ekki að hafa hámhorft.

Uppáhaldshlaðvarp: Mér líkar hlaðvarpið hjá Veru Illugadóttur.

Uppáhalds kvikmynd: Kvikmyndir eru ekkert sérstakt áhugaefni mitt, en sennilega stendur „Með allt á hreinu“  upp úr.

Aðaláhugamál: Ætli það tengist  ekki hverju æviskeiði fyrir sig. Skátahreyfingin var fyrsta áhugamálið, svo áttu íþróttir allan minn hug og gera svo sem enn. – Ýmis félög sem ég hef verið í hafa alltaf hertekið mig hverju sinni. –  Starf í Félagi eldri borgara hefur svo hin síðari ár verið mitt helsta áhugamál og sennilega verður þar settur punktur.

Hver er þinn helsti kostur: Seigla

Eitthvað semþúgerir á hverjum degi semþúgætir ekki verið án: Að kyssa konuna mína „góðan dag“.

Hvað óttastþúmest: Að eitthvað alvarlegt komi fyrir fjölskylduna mína.

Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Það er sagt að um 35 ára aldur hafi flestir mótað sinn tónlistarsmekk. Held að það passi við mig. –  Eyjalögin og Geirmundur koma mér alltaf í gott skap.

Hvaða ráð myndir þú gefa 18 ára þér, sem veganesti út í lífið: Að ganga út í lífið með jákvæðu hugarfari.

Hvað er velgengni fyrir þér: Jákvætt hugarfar.

Hvar sérðu sjálfan þig eftir 20 ár: Orðinn 98 ára? – Spurningin svarar sér eiginlega sjálf.

Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Eftir 78 ára búsetu í Eyjum er eina rétta svarið „Vestmannaeyjar”.

Nú stýrðir þú lengi Fréttum/Eyjafréttum. Hvernig er að sjá miðilinn ná þessum áfanga að verða 50 ára? Það er mjög ánægjulegt og ég er bara nokkuð stoltur að hafa fengið að taka þátt í þeim rekstri um tíma.

Hvernig sérðu fyrir þér framtíð Eyjafrétta? Eflaust á tæknin eftir að breyta núverandi rekstrarformi eitthvað, – já sennilega mjög mikið, – en hvernig sé ekki fyrir mér . – Held að pappírsblöðin lifi varla í 50 ár í viðbót. –  Rekstrarform Eyjafrétta hefur líka breyst mjög mikið á þeim 50 árum frá því fyrsta blaðið leitt dagsins ljós árið 1974.

Hvað er framundan hjá þér í sumar? Vonandi að halda áfram að lifa lífinu lifandi og taka þátt í því, sem það býður uppá.

Eitthvað að lokum: Til hamingju aðstandendur Eyjafrétta, með 50 ára afmælið.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst