Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, og Björn Skúlason, eiginmaður forseta, heimsækja í dag Vestmannaeyjar og verða á setningu Þjóðhátíðar.
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, tekur á móti forsetahjónum ásamt fulltrúum þjóðhátíðarnefndar og ÍBV og leiðir þau um hátíðarsvæðið í Herjólfsdal. Þar verða forsetahjón viðstödd setningarathöfn hátíðahaldanna auk þess sem þau heimsækja hvítu tjöldin og ræða við heimamenn og aðra hátíðargesti.
Þjóðhátíð í Eyjum fagnar 150 ára afmæli í ár. Hátíðin á rætur sínar að rekja til hátíðahalda sem efnt var til um landið allt á þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar þann 2. ágúst 1874. Frá árinu 1916 hefur hún verið haldin árlega í Vestmannaeyjum í ágústmánuði. Hefð er fyrir því að þar komi kynslóðir saman, ungir sem aldnir, og geri sér glaðan dag.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.