Íslensku sjávarútvegsverðlaunin, með stuðningi matvælaráðuneytisins og Kópavogsbæjar, voru veitt í gærkvöldi í níunda skipti, að loknum fyrsta degi IceFish 2024. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1999. Verðlaunin heiðra framúrskarandi árangur í íslenskum og alþjóðlegum sjávarútvegi, með sérstakri áherslu á nýsköpun og byltingarkenndar vörur, ásamt því að verðlauna framúrskarandi þjónustu.
Viðburðurinn að þessu sinni hófst með að merkum tímamótum var fagnað, þ.e. 40 ótrúlegum árum frá því að fyrsta sýningin var haldin í Laugardalshöll árið 1984. Vegferð IceFish hefur síðan þá einkennst af nýsköpun og góðri samvinnu við sýnendur og gesti. Sérstök viðurkenning var veitt öllum tryggustu sýnendum IceFish frá upphafi, en það eru fyrirtækin Atlas, Baader, Borgarplast, Friðrik A. Jónsson ehf. Marel, Danish Export Association. Eimskip, Fiskifréttir, Hampiðjan, Olís, Héðinn, Sæplast, Slippurinn, DNG, Style Technology og Scanmar.
Dómnefnd undir forystu Jason Holland, ritstjóra World Fishing & Aquaculture, valdi vinningshafa. Færeyska fyrirtækið Vonin er styrktaraðili verðlaunanna. Verðlaunaafhendingin fór fram í Salnum, Kópavogi, undir stjórn Gísla Marteins Baldurssonar, sjónvarpsmanns, að því er segir í tilkynningu frá skipuleggjendum hátíðarinnar.
Vinningshafar níundu Íslensku sjávarútvegsverðlaunanna eru eftirfarandi:
Besti nýi varan sem var kynnt á sýningunni:
Hampiðjan hf
Besti einstaki bás undir 50 m²:
Raftákn ehf
Besti einstaki bás yfir 50 m²:
TM
Besti þjóðar-, svæðis- eða hópbás:
Pavilion of Denmark
Framúrskarandi íslenskur skipstjóri:
Eiríkur Sigurðsson, skipstjóri á Reval Viking
Framúrskarandi árangur á Íslandi:
Einhamar, Grindavík
Verðlaun fyrir birgja/framfarir í vinnslu – alþjóðleg og íslensk:
Framúrskarandi vinnslufyrirtæki í Evrópu:
Íslenskt sjávarfang ehf
Skilvirkni í sjávarútvegi og fiskeldi, fyrirtæki með undir 50 starfsmenn:
GreenFish
Skilvirkni í sjávarútvegi og fiskeldi, fyrirtæki með yfir 50 starfsmenn:
Brunvoll AS
Verðmætasköpun í vinnslugeiranum, fyrirtæki með undir 50 starfsmenn
Klaki Tech
Verðmætasköpun í vinnslugeiranum, fyrirtæki með yfir 50 starfsmenn:
Marel
Snjallverðlaun fyrir nýsköpun í vinnslu úr aukaafurðum:
Ace Aquatec
Framúrskarandi alhliða birgir:
Samherji




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.