„Við verðum að standa með fólkinu“
– Arnar Hjaltalín, formaður Drífanda, um lokun Leo Seafood
1. september, 2025
Arnar Hjaltalin Opf 22
Arnar Hjaltalín, formaður Drífanda. Eyjafréttir/Eyjar.net: ÓPF

​„Hugur okkar hjá Drífanda – og örugglega bæjarbúa allra er hjá fólkinu sem var sagt upp,“ segir Arnar Hjaltalín, formaður stéttarfélagsins Drífanda í kjölfar þess að Vinnslustöðin tilkynnti um lokun bolfiskvinnslu Leo Seafood og uppsögn 50 starfsmanna.

Fundar með fólkinu – vonir um að hluti fái störf áfram

Drífandi mun funda með fólkinu í vikunni, að sögn Arnars. „Við bjóðum fram okkar aðstoð og svörum þeim spurningum sem brenna á fólkinu. Það standa einnig vonir til að hægt verði að bjóða hluta af fólkinu áframhaldandi vinnu í öðrum deildum Vinnslustöðvarinnar, en það skýrist frekar í september.“

Hann bendir á að einnig kunni að skapast tækifæri hjá Laxey í haust, fyrirtækið sé í miklum uppgangi og gæti tekið við einhverju af fólkinu.

Samráð og vilji til að milda höggið

„Við hjá Drífanda höfum þegar fundað með forsvarsmönnum VSV og heyri ég ekki annað en að allir þar séu boðnir og búnir til að takmarka tjónið og styðja við fólkið í þeim aðstæðum sem eru komnar upp,“ segir Arnar.

Hann bætir við að þetta séu furðulegar og þungbærar aðstæður. „Það var margbúið að vara við því að þetta gætu orðið afleiðingarnar af veiðigjaldafrumvarpinu – en ekkert var hlustað.“

Gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega

Arnar gagnrýnir ríkisstjórnina harkalega fyrir skeytingarleysi gagnvart áhrifum veiðigjaldahækkana á samfélög eins og Vestmannaeyjar.

„Þau vilja ekki einu sinni hitta okkur á fundum. Og tilviljunin er sérstök: Búið er að boða stækkun Þjóðleikhússins, sem á að kosta það sama og hækkun veiðigjaldanna á VSV á næstu fimm árum – en það er ekki verið að byggja innviði hér hjá okkur. Ég vil bara óska ríkisstjórninni til hamingju með árangurinn. Óskir hennar eru að rætast. Fiskurinn fer nú úr landi óunninn – til fiskvinnsla í Evrópusambandinu þar sem launin eru um 25% af því sem þau eru hér.“

Hann telur að með þessu sé verið að grafa undan bæði fiskvinnslu og útgerð á Íslandi. „Og þegar það er orðið staðreynd verður ekkert sem stendur í vegi fyrir inngöngu í Evrópusambandið, líkt og þegar viðræðum var slitið síðast.“

Við höfum séð þetta svartara – en við gefumst ekki upp

Þrátt fyrir svarta stöðu, segir Arnar að samfélagið í Eyjum hafi áður þurft að takast á við erfiðar aðstæður og komið sterkara til baka.​ „Við þurfum öll að styðja fólkið sem var að fá þessar slæmu fréttir – og trúa því að þetta él stytti upp um síðir. Það býr kraftur í okkur hér í Eyjum,“ segir Arnar að endingu.

Lokunin hefur áhrif á fjölbreyttan hóp starfsmanna. Bæði íslenska og erlenda. Flestir þeirra eru með langan starfsaldur að baki.

Þessu tengt: Vinnslustöðin lokar Leo Seafood

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
8. tbl. 2025
8. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.