Lögreglan í Vestmannaeyjum tók vel á móti Lionsmönnum í gær þegar þeir komu færandi hendi með tvö hjartastuðtæki að gjöf.
Tækin verða staðsett í lögreglubifreiðum og eru gefin til minningar um Ægi Ármannsson, félaga í Lionsklúbbnum sem lést í ársbyrjun.
Lögreglumenn sýndu gestunum aðstöðu sína og buðu upp á notalegt kvöldkaffi. Þar gafst tækifæri til að spjalla um störf lögreglunnar í Eyjum og svara spurningum Lionsmanna.
Ljósmyndari Eyjafrétta, Óskar Pétur Friðriksson, var á staðnum og smellti nokkrum myndum af afhendingunni og góðri stemningu kvöldsins.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst