Undanfarnar vikur hefur verið unnið að framkvæmdum við Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs fór yfir stöðu framkvæmda á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í síðustu viku. Þar kom fram að jarðvinna við viðbyggingu er nær lokið og unnið er að útboðsgögnum sem verða tilbúin á næstunni.
Endurbætur á afgreiðslu og kaffistofu eru í fullum gangi og er bráðabirgðaafgreiðsla komin upp á meðan verkið stendur yfir. Niðurrifi á eldri afgreiðslu er lokið og hafin uppbygging á nýju rými. Vinna við niðurrif fyrir nýtt hreinsikerfi í sundlauginni gengur vel og hefur allur búnaður þegar borist til Eyja. Unnið er að múrun og vatnsþéttingu á köntum og rennum laugarinnar. Að auki stendur yfir stækkun á lyftingaraðstöðu. Ráðið þakkaði framkvæmdastjóra fyrir yfirferðina.
Þessu tengt: Innilauginni lokað vegna viðhalds



















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst